Þór
Rúmeninn meiddist og er farinn heim
12.12.2020 kl. 12:02
Rúmeninn Viorel Bosca tekinn föstum tökum af Sigtryggi Daða Rúnarssyni í fyrsta og síðasta leiknum með Þór, gegn ÍBV í Höllinni 3. október. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Rúmenski handboltamaðurinn, Viorel Bosca, sem hefur verið í herbúðum Þórs í vetur er farinn til síns heima. Bosca, sem er örvhent skytta, meiddist á nára og þar sem ljóst var að hann yrði lengi frá æfingum og hugsanlegri keppni var samið við hann um starfslok og leikmaðurinn hélt af landi brott í gær.
Bosca mætti til leiks í 4. umferð Íslandsmótsins, þegar Þórsarar tóku á móti ÍBV í Íþróttahöllinni og gerði tvö mörk úr sjö skotum, í leik sem tapaðist 34:27. Það reyndist jafnframt síðasti leikur Rúmenans með Þór því keppni var fljótlega stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins.