Fara í efni
Þór

Rimma KA/Þórs og Vals hefst á morgun

Martha Hermannsdóttir hefur Íslandsbikarinn á loft í fyrra - eftir sigur á Val í úrslitarimmunni. Ljósmynd: Sara Skaptadóttir.

KA/Þór mætir Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta og verður fyrsta viðureign liðanna í Reykjavík annað kvöld. Sigra þarf í þremur leikjum til að komast í úrslit þar sem sigurliðið mætir annað hvort Fram eða ÍBV.

KA/Þór og Valur áttust við í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári og þá höfðu Stelpurnar okkar betur með eftirminnilegum hætti. Leikir liðanna í undanúrslitunum verða sem hér segir, að minnsta kosti þrír, í mesta lagi fimm:

  • Föstudag 6. maí 18.00, Valur – KA/Þór
  • Mánudag 9. maí 18.00, KA/Þór – Valur
  • Fimmtudag 12. maí 18.00, Valur – KA/Þór
  • Laugardag 14. maí 15.00, KA/Þór – Valur
  • Mánudag 16. maí Valur 18.00, KA/Þór 18.00

Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.