Fara í efni
Þór

Rakel Sara skoraði fjögur í naumu tapi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði naumlega í dag, 23:22, þegar það mætti Hvít-Rússum í fyrstu viðureign B-hluta Evrópumótsins sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland hafði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 13:7, og munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 14:10. 

Vörn íslenska liðsins var frábær í fyrri hálfleik en eftir að mótherjarnir breyttu um leikaðferð í vörninni í seinni hálfleik, fór að leika mjög framarlega, gekk sóknarleikur Íslands afleitlega. Íslensku stelpurnar gerðu bara átta mörk í seinni hálfleik.

Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, gerði fjögur mörk í leiknum og Júlía Sóley Björnsdóttir eitt. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liðinu með sjö.

Nánar hér um leikinn á handboltavef Íslands, handbolti.is