Fara í efni
Þór

Penninn fór á loft í Skopje og á Hólmavík!

Stevče Alušovski frá Norður-Makedóníu skrifaði í gær undir samning við handknattleiksdeild Þórs, eins og Akureyri.net greindi frá og vakti gífurlega athygli, enda maðurinn goðsögn í heimalandinu, bæði sem leikmaður og þjálfari, og raunar víðar í handboltaheiminum.

Alušovski verður þjálfari meistaraflokks, auk þess að koma að þjálfun yngri flokka Þórs og ausa úr viskubrunni sínum fyrir aðra þjálfara félagsins.

Akureyri.net bárust í dag þessar skemmtilegu myndir; Alušovski undirritar hér samninginn við Þór á heimili sínu í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, og Árni R. Jóhannesson, verðandi formaður handknattleiksdeildar Þórs, skrifar undir sama samning á tjaldsvæðinu á Hólmavík!

Stevce Alusovski er væntanlegur til Akureyrar um miðjan þennan mánuð.