Þór
Ótrúlegur stórsigur Þórs á Kórdrengjum
23.03.2022 kl. 22:10
Heimir Pálsson gerði 12 mörk gegn Kórdrengjum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar unnu ótrúlegan sigur á liði Kórdrengja á útivelli í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta í kvöld fyrir sunnan. Eftir að Þór var einu marki yfir í hálfleik, 15:14, gerðu Þórsarar 17 mörk í seinni hálfleik en heimamenn aðeins sjö! Þórsarar unnu því mjög sannfærandi, 32:21.
Heimir Pálsson gerði hvorki fleiri né færri en 12 mörk fyrir Þór í kvöld. Josip Kezic og Jóhann Einarsson gerðu 6 hvor, Elvar Örn Jónsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson og Jón Ólafur Þorsteinsson 2 hvor og Viðar Ernir Reimarsson 1.
Hörður er með 28 stig í efsta sæti deildarinnar og ÍR næst með 27, bæði eftir 17 leiki, Fjölnir hefur 26 stig eftir 16 leiki og Þór nú með 24 stig eftir 15 leiki.