Þór
Ótrúleg vistaskipti vekja mikla athygli
02.08.2021 kl. 20:30
Ráðning handboltaþjálfarans Stevče Alušovski til Þórs vekur skiljanlega athygli í handboltaheiminum. Þýska handboltavefsíðan handball-world.com birti frétt um vistaskipti Norður-Makedóníumannsins fljótlega eftir að greint var frá ráðningunni hér heima. Fréttina skrifar handboltamaðurinn Rasmus Boysen, einn þeirra sem leggja vefnum til efni; Boysen er 28 ára Dani, fyrrverandi unglingalandsliðsmaður, sem leikur með Fredericia Håndboldklub í heimalandinu.
Ekki er nema von að athygli vekji að Alušovski, þessi mikla goðsögn í makedónskri handboltasögu, sé að taka við Þórsliðinu, enda mætti endursegja fyrirsögnina sem svo; Ótrúleg vistaskipti: Frá Vardar í 2. deild á Íslandi.
Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net um ráðningu Stevce Alusovski.