Fara í efni
Þór

Öruggur sigur Þórs á ungum Mosfellingum

Arnþór Gylfi Finnsson og Tomislav Jagurinovski fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld; eftir sendingu Norður-Makedónans, einu sinni sem oftar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór sigraði ungmennalið Aftureldingar úr Mosfellsbæ, 32:26, í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill 66 deildinni, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld.

Í hálfleik munaði aðeins einu marki, staðan þá 16:15 fyrir Þór, en þegar upp var staðið var sigurinn öruggur.

Þetta var fimmti leikur Þórsara í deildinni og þeir eru nú með sex stig. Hafa unnið þrjá leiki en tapað tveimur.

Mörk Þórs í kvöld: Arnór Þorri Þorsteinsson 10, Arnþór Gylfi Finnsson 7, Jóhann Einarsson og Tomislav Jagurinovski 4 hvor, Viktor Jörvar Kristjánsson, Viðar Ernir Reimarsson og Andri Snær Jóhannsson 2 hver og Garðar Már Jónsson 1.