Fara í efni
Þór

Öruggur sigur Þórs á ungmennaliði Hauka

Aron Hólm Kristjánsson var einn þriggja Þórsara sem gerðu sex mörk gegn ungmennaliði Hauka í Hafnarfirði í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sigruðu ungmennalið Hauka mjög örugglega, 33:22, í Hafnarfirði í dag í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill 66 deildinni. Haukar höfðu þrisvar forystu í leiknum, 1:0, 2:1 og 3:2 en síðan tóku Þórsarar völdin og juku forskotið hægt og örugglega.

Staðan var 19:12 í hálfleik og seinni hálfleikurinn þróaðist eins og sá fyrri; Þórsarar fjarlægðust heimamenn sífellt meira og munurinn varð mestur í lokin, 11 mörk.

Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 4, Friðrik Svavarsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Andri Snær Jóhannsson 2, Halldór Yngvi Jónsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13, Tómas Ingi Gunnarsson 2.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna á vef HSÍ.