Fara í efni
Þór

Öruggur sigur Þórs á Sauðkrækingum

Þórsarinn Maddie Sutton með boltann í gærkvöldi. Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Þór vann Tindastól í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi í Höllinni á Akureyri. Leikurinn var í jafnværi framan af en Stelpurnar okkar unnu að lokum mjög öruggan sigur, 74:52.

„Þórsliðið var frábært í kvöld og Emma Karólína [Snæbjarnardóttir] sem fór á kostum í sínum fyrsta meistaraflokksleik [gegn Ármanni á dögunum] átti frábæran leik var með 14 stig og 7 fráköst. Þá var Maddie [Sutton] óstöðvandi og setti niður 14 stig og tók 25 fráköst,“ segir í umfjöllun á heimasíðu Þórs.

Smellið hér til að lesa nánar um leikinn.