Þór
Orri Hjaltalín tekur við þjálfun Þórs
Orri Hjaltalín hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Þórs í knattspyrnu. Hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning og tekur við af Páli Gíslasyni sem lét af störfum á dögunum.
Orri, sem varð fertugur 1. júlí í sumar, lék með Þór í yngri flokkunum og lengi í meistaraflokki, en einnig með Grindavík og Magna. Hann á að baki 165 (14 mörk) í efstu deild Íslandsmótsins og 123 (30 mörk) í þeirri næst efstu.