Fara í efni
Þór

Orri framlengir við Þór og Páll Hólm ráðinn

Orri Sigurjónsson í leik gegn Þrótti á Þórsvellinum í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Orri Sigurjónsson framlengdi samning við knattspyrnudeild Þórs í dag og á sama tíma var samið við Pál Hólm Sigurðarson, sem verður styrktarþjálfari meistaraflokks.

Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Þar segir ennfremur:

„Orri Sigurjónsson er og hefur lengi verið einn af burðarásum Þórs og á hann að baki 136 leiki í deild og bikar og í þeim leikjum hefur hann skorað 8 mörk. Aðrir leikir í Lengjubikar og norðurlandsmóti eru 70 og 4 mörk.

Fyrsti meistaraflokksleikur Orra var 12. maí 2012 þegar hann kom inn á sem varamaður í 2:0 sigri Þórs gegn Leikni á Þórsvelli. Orri kom inn á 78. mínútu fyrir Atla Jens Albertsson. Fyrsta deildarmark Orra kom í 2:3 Þórs gegn Fram á Framvelli 25. júlí 2015. Mark Orra reyndist vera sigurmark leiksins sem skorað var á 93. mínútu.

Páll Hólm Sigurðarson kemur nú inn í þjálfarateymi Þórs og mun hann sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks. Páll hefur áður starfað við þjálfun hjá Þór þ.e.a.s. þá hjá körfuboltanum. Árið 2018 var hann ráðinn sem styrktar- og þolþjálfari beggja meistaraflokka í körfubolta.

Páll er menntaður IAK einkaþjálfari

Það var Birkir Hermann Björgvinsson stjórnarmaður í knattspyrnudeild sem undirritaði samningana fyrir hönd Þórs.“

Birkir Hermann Björgvinsson og Orri Sigurjónsson í dag.