Þór
Ólafur Aron leggur skóna á hilluna
02.01.2022 kl. 23:10
Ólafur Aron Pétursson í leik með Þór síðasta sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Ólafur Aron Pétursson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann er aðeins 26 ára – verður 27 ára í sumar – en segir við Akureyri.net að áhuginn hafi dofnað og hann hafi ekki jafn gaman af því að spila knattspyrnu og áður.
Ólafur Aron segist aðspurður ekki útiloka algjörlega að sækja skóna upp á hillu kvikni neistinn á ný, en hann sé að minnsta kostinn farinn í langt og gott frí!
Hann lék í yngri flokkunum með KA og síðan með meistaraflokki félagsins frá 2015, var um tíma með Magna á Grenvík en síðustu tvö ár lék Ólafur Aron með Þór þar sem hann kom við sögu í 43 leikjum í deild og bikar.
Ólafur Aron á að baki 151 leik í deilda- og bikarkeppni, þar af 24 leiki í efstu deild með KA.