Fara í efni
Þór

Oddur framlengir við Balingen til vors 2025

Oddur Gretarsson hefur skrifað undir eins árs framlenginu á samningi sínum við þýska 2. deildarliðið Balingen-Weilstetten. Hann verður þar með hjá félaginu úr keppnistímabilið í sumarbyrjun 2025. Það er handboltavefur Íslands, handbolti.is, sem greinir frá þessu í dag.

Balingen-Weilstetten er í efsta sæti 2. deildar um þessar mundir og stefnir hraðbyri upp í 1. deild hvaðan liðið féll síðasta vor. Oddur, sem glímdi við meiðsli á síðasta keppnistímabili, hefur farið á kostum á yfirstandandi keppnistímabili.

Nánar hér á handbolti.is.