Þór
Nói Björnsson formaður íþróttafélagsins Þórs
28.04.2023 kl. 06:00
Nói Björnsson og Þóra Pétursdóttir, fráfarandi formaður Þórs, eftir aðalfundinn í gær.
Nói Björnsson var í gær kjörinn formaður íþróttafélagsins Þórs á aðalfundi þess. Nói, sem var meðstjórnandi síðasta árið, tekur við af Þóru Pétursdóttir sem gegnt hefur formannsembættinu frá síðasta aðalfundi og verður áfram í stjórn.
Margir muna eftir Nóa af knattspyrnuvellinum á árum áður en eftir að hann lagði skóna á hilluna hefur Nói sinnt ótal verkefnum fyrir Þór; haft var á orði í gær að formannsstaðan væri líklega ein fárra sem hann hefði ekki gegnt í félaginu! Nói hefur setið í aðalstjórn félagsins í fjöldamörg ár alls, hann þjálfaði karlalið félagsins í knattspyrnu á sínum tíma og mörg síðustu ár var Nói formaður kvennaráðs Þórs/KA í knattspyrnu.