Fara í efni
Þór

Nóg af færum en ekkert skorað á Sauðárkróki

Melissa Anne Lowder lék vel í marki Þórs/KA í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA og Tindastóll skildu jöfn í dag, 0:0, í síðustu umferð Bestu deildar kvenna, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu, áður en deildinni verður skipt í tvennt. Viðureignin fór fram á Sauðárkróki. 

Bæði lið fengu góð færi í leiknum en bandarískir markmenn liðanna, Melissa Anne Lowder hjá Þór/KA og Monica Elisabeth Wilhelm í Tindastóli, komu í veg fyrir telja þyrfti mörk.

Þór/KA, sem var öruggt með sæti í efri hlutanum, varð í sjötta sæti að loknum 18 umferðum og spilar því tvo leiki á heimavelli og þrjá úti í þeirri fimm leikja framlengingu sem nú tekur við. Þar halda efstu liðin áfram keppni um Íslandsmeistaratitilinn og Evrópusæti.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna á vef KSÍ