Fara í efni
Þór

Fengu níu stig af 12 mögulegum í desember

Arnór Þór Gunnarsson í leiknum í gær.

Arnór Þór Gunnarsson gerði þrjú mörk, öll úr vítakasti, þegar hann og félagar í Bergischer sigruðu TVB Stuttgart, 30:26, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær. Með sigrinum skutust Arnór og félagar upp fyrir Stuttgart, eru nú komnir með 16 stig og eru í sjöunda sæti deildarinnar þegar HM fríið hefst.

„Ég spilaði seinni hálfleikinn, það var allt planað hjá þjálfaranum, sem hefur dreift álaginu vel undanfarið. Menn eru auðvitað virkilega ánægðir með sigurinn og árangurinn undanfarið; við fengum níu stig af 12 mögulegum í desember,“ sagði Arnór við Akureyri.net.