Fara í efni
Þór

Nikola Kristinn með nýjan samning við Þór

Nikola Kristinn Stojanovic með boltann í leik gegn Selfossi á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Miðjumaðurinn Nikola Kristinn Stojanovic hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Þórs. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Samningurinn er til tveggja og hálfs árs, út árið 2025. Fyrri samningur Nikola Kristins og Þórs gilti út þetta ár.

Nikola er fæddur árið 2000 og á að baki 145 leiki í meistaraflokki með Þór, Fjarðabyggð og KF. Hann hóf meistaraflokksferilinn með Fjarðabyggð og spilaði með liðinu í 2. deild árin 2017-2019 og hluta sumars 2020. Sumarið 2021 var hann lánaður frá Þór til KF, en var síðan að fullu með Þórsliðinu 2022 og áfram á þessu ári.