Þór
Naumt tap Þórsara í Stykkishólmi
05.10.2022 kl. 23:30
Þórsstelpurnar í Stykkirhólmi í kvöld. Mynd af heimasíðu Þórs.
Þór tapaði 63:57 fyrir Snæfelli í þriðju umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld í Stykkishólmi. Heimamenn byrjuðu betur og voru 10 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar náðu að minnka muninn og voru hálfleikstölur 35:31. Í byrjun seinni hálfleiks komust Þórsarar yfir en það entist ekki lengi, leikurinn var jafn nánast allt til enda en lið Snæfells tryggði sér nauman sigur. Í liði Þórs var Heiða Hlín stigahæst með 15 stig.
Þetta var fyrsti tapleikur Þórs eftir að liðið vann fyrstu tvo leiki tímabilsins.
Nánar um leikinn hér á heimasíðu Þórs