Fara í efni
Þór

Naumt og gremjulegt tap fyrir KR-ingum

Violet Morrow, besti maður KR, og Þórsarinn Madison Anne Sutton bíða eftir boltanum í Höllinni í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsstelpurnar urðu að sætta sig við naumt tap fyrir KR, 64:67, í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta í gærkvöldi. Þórsstelpurnar eru þó enn í öðru sæti þegar ein umferð er eftir og mæta að öllum líkindum Snæfelli í undanúrslitum þannig að Stjarnan mun að öllum líkindum spila við KR.

  • Skorið eftir leikhlutum: 14:16 – 10:22 (24:38) – 22:18 – 18:11 – 64:67

Þór hafði unnið KR naumlega í tvígang í vetur og eftir fyrsta leikhluta var allt útlit fyrir jafna viðureign. Í öðrum leikhluta stungu gestirnir hins vegar; Þórsarar hittu afar illa og KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik. Þrátt fyrir mun betri frammistöðu í seinni hálfeik náði Þórsliðið ekki í skottið á KR-ingum og niðurstaðan varð þriggja stiga tap. 

Framlag leikmanna Þórs: Madison Anne Sutton 16 stig - 11 fráköst - 3 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 13-6-2, Tuba Poyraz 11-9-1, Heiða Hlín  Björnsdóttir 8-5-2, Karen Lind Helgadóttir 7-0-1, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 7-6-1, Hrefna Ottósdóttir 2-1/-.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina