Fara í efni
Þór

Ná Þórsarar að fylgja fyrsta sigrinum eftir?

Bjarki Ármann Oddsson og lærisveinar hans mæta Valsmönnum í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Þórsarar taka á móti Valsmönnum í Domino's deildinni í körfubolta í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.30 í Íþróttahöllinni. Þórsarar unnu fyrsta sigur vetrarins í síðasta leik, Norðurlandsslagnum gegn Tindastóli. Valsmenn hafa sex sig, hafa unnið þrjá leiki en tapað þremur.

Áhorfendur eru ekki leyfðir en leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs. Smellið hér til að horfa á leikinn.