Fara í efni
Þór

Mjög sannfærandi sigur Þórsara

Jóhann Helgi Hannesson fagnar marki sínu og þakkar Kristófer Kristjánssyni, lengst til hægri, fyrir sendinguna. Kristófer, sem hélt upp á 17 ára afmælið fyrir nokkrum dögum, kom í kvöld í fyrsta skipti við sögu í „alvöru“ leik með meistaraflokki og lagði upp síðasta markið. Sölvi Sverrisson til vinstri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar unnu öruggan sigur, 5:1, á gestum kvöldsins, Þrótturum úr Reykjavík, í Lengjudeild Íslandsmótsins í knattspyrnu, þeirri næst efstu. Þórsarar eru þar með komnir með 15 stig og eru í sjöunda sæti, færðust upp um eitt.

Veðrið lék við Akureyringa og gesti þeirra enn einn daginn og Þórsarar nutu þess augljóslega að spila í sól og blíðu. 

Fannar Daði Malmquist gerði tvö mörk í kvöld, Ólafur Aron Pétursson eitt úr víti, Ásgeir Marinó Baldvinsson eitt og Jóhann Helgi Hannesson bætti því fimmta við undir lokin. Mark Þróttar gerði Kairo Edwards-John; skoraði beint úr aukaspyrnu og jafnaði 1:1 fljótlega eftir að Fannar Daði braut ísinn.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Fannar Daði Malmquist Gíslason fagnar seinna marki sínu í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson. 

Jóhann Helgi Hannesson, lengst til vinstri, skorar síðasta mark leiksins eftir sendingu hins unga Kristófers Kristjánssonar.