Fara í efni
Þór

Mjög sannfærandi sigur meistaranna

Rut Arnfjörð Jónsdóttir var frábær í kvöld og gerði 10 mörk. Hér skorar hún af harðfylgi eftir glæsilegt gegnumbrot í seinni hálfleik. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistaralið KA/Þórs var afar sannfærandi í kvöld þegar það lagði ÍBV að velli í KA-heimilinu í Olís deildinni í handbolta. Stelpurnar okkar unnu með 10 marka mun, 34:24.

Rakel Sara Elvars­dótt­ir og Rut Jóns­dótt­ir áttu báðar stór­leik í sókninni, Rakel Sara gerði 11 mörk og Rut 10. Fyrri hálfleikurinn var í jafnvægi lengi en Íslandsmeistararnir spýttu í lófana undir lokin og voru komnir fimm mörkum fram úr í hálfleik, 18:13. Munurinn jókst svo jafnt og þétt í seinni hálfleik og niðurstaðan var stórsigur.

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 11, Rut Jónsdóttir 10 (2 víti), Unnur Ómarsdóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Anna Mary Jónsdóttir 1, Martha Hermannsdóttir 1 (víti) og Hildur Lilja Jónsdóttir 1 (víti). Matea Lonac varði 8 skot og Sunna Guðrún Pétursdóttir 2.

Staða efstu liða:

  • Fram 18 leikir – 27 stig
  • Valur 18 leikir – 26 stig
  • KA/Þór 18 leikir – 25 stig

Efstu liðin þrjú eiga þessa leiki eftir:

    • Fram – Afturelding (úti), Valur (heima), ÍBV (úti)
    • Valur – Haukar (heima), Fram (úti), KA/Þór (heima)
    • KA/Þór – HK (heima), Afturelding (heima), Valur (úti).

 

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.

Rakel Sara Elvarsdóttir komin í dauðafæri, einu sinni sem oftar í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ásdís Guðmunsdóttir, afmælisbarn dagsins, innsiglar 10 marka sigur með síðasta marki leiksins eftir hraðaupphlaup. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Aldís Ásta Heimisdóttir hefur sókn og lítur í kringum sig; hún lagði upp urmul tækifæra fyrir samherjana í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.