Fara í efni
Þór

Mikil tilhlökkun fyrir grannaslagnum í kvöld

Smári Jónsson, sem verst hér leikmanni KR á dögunum, verður í eldlínunni í íþróttahöllinni í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Norðurlandsslagur verður í kvöld í Domino‘s deildinni í körfubolta þegar Þórsarar taka á móti leikmönnum Tindastóls í íþróttahöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs, Þór TV.

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum fyrir grannaslagnum. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir, að spila við Stólana, þó vissulega muni maður sakna áhorfendanna og þá sérstaklega í kvöld, því stuðningsmenn Tindastóls hafa verið duglegir að fylgja liðinu yfir Öxnadalsheiðina,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, við Akureyri.net.

Bjarki segir leikmenn Þórs í ágætu standi. „Vissulega eru menn eitthvað aumir hér og þar enda spilað þétt núna.“ Hann segir nýjasta liðsmann Þórs, Fílabeinsstrendinginn Guy Landri, kominn til landsins. „Hann er í sóttkví og verður því ekki með í kvöld, en hann mun koma til með að auka breiddina í hópnum,“ segir Bjarki.