Fara í efni
Þór

María með landsliði U 19 í undankeppni EM

María Catharina Ólafsdóttir Gros í leik með Þór/KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

María Catharina Ólafsdóttir Gros, sem fór frá Þór/KA til Celtic í Skotlandi í sumar, er í landsliðshópi 19 ára og yngri sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti leikmannahópinn í dag. Ísland er í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Serbíu, en leikið verður í Serbíu dagana 15.-21. september.

Smellið hér til að sjá allan landsliðshópinn.