Þór
Leikur stelpnanna í beinni útsendingu
10.07.2021 kl. 10:00
Landsliðið við komuna til Norður-Makedóníu í gær, eftir rúmlega 19 klukkustunda ferðalag frá Íslandi. Ljósmynd: HSÍ.
Fjórar stúlkur úr KA/Þór eru í landsliði 19 ára og yngri sem hefur leiki í dag í B-deild Evrópumótsins í handbolta í Norður-Makedóníu. Fyrsti leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi klukkan 11.00 fyrir hádegi og hægt er að horfa á hann í beinni útsendingu á heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Þar þarf að skrá sig til að horfa en það kostar ekki krónu.
Rakel Sara Elvarsdóttir, efnilegasti leikmaður nýliðins Íslandsmóts, Anna Marý Jónsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir og Júlía Sóley Björnsdóttir verða allar í eldlínunni.