Fara í efni
Þór

Leik Þórs og Tindastóls frestað vegna Covid

Ragnar Ágústsson og félagar áttu að fá Tindastól í heimsókn á morgun en ekkert verður af leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ekkert verður af leik Þórs og Tindastóls í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta, Subway deildinni, á morgun. Liðin áttu að mætast í íþróttahöllinni á Akureyri en vegna Covid smita sem hafa komið upp hjá Tindastóli hefur leiknum verið frestað.