Fara í efni
Þór

Körfuboltadeild Þórs semur við miðherja

Þór hefur samið við körfuboltamanninn Jason Gigliotti, 203 cm miðherja, um að leika með liði félagsins í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Þar segir:

Jason er fæddur árið 1999 og verður því 24ra ára á árinu. Jason er með tvöfalt vegabréf, frá Ungverjalandi og Bandaríkjunum og verða því þrír bandarískir leikmenn í Þórsliðinu í vetur.

Jason spilaði síðast í ítölsku C deildinni þar sem hann skoraði 17,9 stig í leik. Áður hafði hann spilað í þrjú ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum fyrir Michigan Dearborn í 2. deild, en þar skoraði hann 11,5 stig í leik og tók átt fráköst að meðaltali.