Þór
KA/Þór tekur á móti botnliðinu í dag
06.11.2021 kl. 12:10
Hornamennirnir Rakel Sara Elvarsdóttir, til vinstri, og Unnur Ómarsdóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu eftir hraðaupphlaup gegn Haukum á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs taka á móti Aftureldingu í dag í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís-deildinni. Stelpurnar okkar eru í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki en Afturelding rekur lestina, hefur tapað öllum fimm leikjunum í vetur.
Tvö efstu liðin, Fram og Valur, eigast við í dag; Fram er með níu stig eftir fimm leiki en Valur hefur átta stig að loknum fjórum leikjum.
Leikurinn í KA-heimilinu hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA-manna, KA-TV.
Athugið að grímuskylda á leiknum.