Fara í efni
Þór

KA/Þór sækir Fram heim í stórleik dagsins

Leikmenn KA/Þórs fagna bikarmeistaratitlinum - þeim fyrsta í sögu liðsins - eftir sigur á Fram í úrslitaleik í byrjun mánaðarins. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs í handbolta mæta Fram á útivelli í dag í efstu deild Íslandsmótsins, Olís deildinni. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur; Fram vann fyrri leikinn, Meistarakeppni HSÍ, örugglega í KA-heimilinu en Stelpurnar okkar í KA/Þór unnu þann seinna hins vegar af miklu öryggi - úrslitaleikinn í bikarkeppninni.

Fram hefur lokið þremur leikjum í deildinni, unnið tvo og gert eitt jafntefli en KA/Þór er búið með tvo leiki og vann þá báða.

Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.