Fara í efni
Þór

KA/Þór fær topplið Fram í heimsókn í dag

Framarar óska leikmönnum KA/Þórs til hamingju með bikarmeistaratitilinn, eftir úrslitaleikinn í haust. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs í handbolta hefja árið með sannkölluðum stórslag í þegar þegar Fram, topplið Olís deildarinnar, kemur í heimsókn í KA-heimilið í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Framarar hafa 17 stig eftir 10 leiki, Valsmenn eru einu stigi á eftir, en eiga einn leik til góða. Stelpurnar okkar í KA/Þór hafa lokið níu leikjum eins og Valsliðið en eru með 11 stig.

KA/Þór vann Fram örugglega, 26:20, í úrslitum bikarkeppni síðasta kepnistímabils, sem fór ekki fram fyrr en í október, en tapaði hins vegar fyrri leik liðanna í deildarkeppninni, 27:25 í Framheimilinu.

Leyfilegt er að hleypa 200 áhorfendum í KA-heimilið í dag, en allir verða þeir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi vegna Covid-19.

Vert er að geta þess að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.