Fara í efni
Þór

Karen Lind og Bouna N'Daiye semja við Þór

Þórsarar halda áfram að sanka að sér körfuboltamönnum. Karen Lind Helgadóttir hefur samið við Þór um að leika með félaginu næstu vetur og þá hefur Norðmaðurinn Bouna N'Daiye samið við karlalið félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Áður hafði körfuknattleiksdeildin samið við tvo erlenda leikmenn fyrir karlaliðið, bandaríska bakvörðinn Jonathan Lawton – sjá hér – og svissneska framherjann Eric Fongue – sjá hér

Bouna er 29 ára, 198 sentimetrar og getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. „Bouna gekk í Northwest Nazarene University í NCAA2 deildinni en hefur spilað sem atvinnumaður á Spáni, Frakklandi og á Bretlandi. Á síðasta tímabili ákvað Bouna að spila með liði Fyllingen heima í Noregi, vegna óvissu með Covid 19 faraldurinn. Þar var hann einn allra besti leikmaður deildarinnar og leiddi deildina í stigaskori. Tölfræði hans var 23 stig að meðaltali í leik, 5,3 fráköst, 2,3 stoðsendingar og tæpt varið skot í leik,“ segir á heimasíðu Þórs.

Karen Lind hóf ferilinn með Þór og var aðeins 13 ára og 319 daga gömul þegar hún lék fyrst með meistaraflokki í 1. deildinni, haustið 2017, að því er segir á heimasíðu Þórs. Þegar félagið dró kvennaliðið úr keppni 2018 fór Karen Lind í Tindastól. Hún gerði að meðaltali 5,5 stig í vetur með liðinu, tók 3,5 fráköst og átti 1,9 stoðsendingu.

Þórsarar áður áður samið við fjóra leikmenn fyrir kvennaliðið, sjá hér og hér. Kvennalið Þórs hefur legið í dvala í nokkur misseri en mætir til leiks á ný í haust í 1. deild Íslandsmótsins, þeirri næst efstu, og augljóst er að blása á til sóknar.

Heimasíða Þórs