Fara í efni
Þór

KA til Keflavíkur og Þór til Ísafjarðar í bikarnum

Þjálfarar Þórs og KA - Orri Hjaltalín og Arnar Grétarsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

KA mætir Keflavík í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninni, og Þór leikur við Vestra á Ísafirði. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Lið KA og Keflavíkur eru bæði í Pepsi Max deild Íslandsmótsins, þeirri efstu, Þór og Vestri bæði í Lengjudeildinni, þeirri næst efstu.

UPPFÆRT – Leikur Vestra og Þórs verður þriðjudaginn 10. ágúst klukkan 18.00 og viðureign Keflavíkur og KA miðvikudaginn 11. ágúst klukkan 18.00

Drátturinn var sem hér segir, í þeirra röð sem dregið var:

  • Vestri - Þór
  • Fjölnir - ÍR
  • Víkingur - KR
  • HK - KFS
  • Valur - Völsungur
  • ÍA - FH
  • Fylkir - Haukar
  • Keflavík - KA

Einnig var dregið í bikarkeppni kvenna, þar sem komið er að undanúrslitum:

  • Breiðablik - Valur
  • Þróttur - FH

Sannkallaður stórleikur í undanúrslitum kvennakeppninnar, þar sem tvö efstu lið Pepsi Max deildarinnar drógust saman.