Fara í efni
Þór

KA tekur á móti Þór í Lengjubikarnum

KA og Þór mætast í dag í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu. Flautað verður til rimmu Akureyrarliðanna  á gervigrasvelli KA, Greifavellinum, klukkan 17.30.

Liðin eru saman í 4. riðli keppninnar. Þetta er síðasti leikur KA-manna á þeim vettvangi en Þórsarar eiga eftir annan til, gegn Þrótti Í Reykjavík um aðra helgi. KA er í efsta sæti með níu stig en Þór hefur þrjú.

Þeim sem ekki komast á leikinn er bent á að hann verður sýndur beint á KA-TV á YouTube í boði N1 og Bílaleigu Akureyrar.