Fara í efni
Þór

KA og Þór berjast um sigurinn að vanda

Ásgeir Sigurgeirsson gerði tvö mörk fyrir KA í kvöld - Jóhann Helgi Hannesson gerði þrjú í síðasta leik Þórs. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

KA sigraði lið Dalvíkur/Reynis 5:0 í kvöld, í riðli 1 á Kjarnafæðismótinu í fótbolta í Boganum. Ásgeir Sigurgeirsson gerði 2 mörk, Sveinn Margeir Hauksson, Angantýr Máni Gautason og Ívar Örn Árnason eitt mark hver.

KA fékk níu stig úr þremur leikjum, eins og Þórsarar í riðli 2 og það verða því Akureyrarliðin sem mætast að vanda í úrslitaleik þessa árlega æfingamóts á vegum norðlenskra dómara. Ekki liggur fyrir hvenær hann fer fram.

Síðasta leik Þórs, 4:0 sigurs á Magna síðasta sunnudag, hefur ekki verið getið hér á Akureyri.net. Jóhann Helgi Hannesson gerði þrjú mörk í þeim leik, áður en Ásgeir Marinó Baldvinsson bætti því fjórða við undir lokin.

Einn leikur er eftir í riðli 1 í A-deild:

  • Dalvík/Reynir – Þór 2, næsta sunnudag klukkan 13.00

Einnig leikur er eftir í riðli 2 í A-deild:

  • Magni – KA 2, miðvikudaginn 10. febrúar klukkan 20.30.

Tveir leikir eru eftir í B-deild mótsins:

  • Nökkvi – KA 3, laugardaginn 6. febrúar klukkan 19.00
  • Þór 3 – Nökkvi, laugardaginn 13. febrúar klukkan 21.00.