Þór
KA mætir Stjörnunni, Þórsarar fara til Eyja
10.01.2022 kl. 11:20
Einar Rafn Eiðsson, KA-maður, og Þórsarinn Tomislav Jagurinovski. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
KA mætir Stjörnunni í Garðabæ í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni karla í handbolta og Þórsarar fara til Vestmannaeyja, þar sem þeir mæta liði ÍBV 2. Dregið var í keppninni í morgun.
Einnig var dregið í bikarkeppni kvenna en þar sitja lið KA/Þórs og Vals hjá og fara beint í átta liða úrslitin.
Leikirnir fara fram um miðjan febrúar.
Drátturinn í karlakeppninni:
ÍBV 2 - Þór
Stjarnan - KA
ÍR - Selfoss
Vængir Júpiters - Víkingur
Hörður Ísafirði - FH
Kórdrengir - ÍBV 1
Grótta - Haukar
Drátturinn í kvennakeppninni:
ÍR - Grótta
Fjölnir/Fylkir - ÍBV
FH - Stjarnan
Selfoss - Haukar
Víkingur - Fram
Afturelding - HK