Fara í efni
Þór

Jakobína og Ísfold í sigurliði gegn Færeyjum

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, til vinstri, og Jakobína Hjörvarsdóttir.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir úr Þór/KA voru báðar í byrjunarliðinu og léku í rúmlega 70 mínútur þegar U19 landsliðið í knattspyrnu sigraði Færeyinga örugglega 4:0 í dag í undankeppni EM 2023.

Þetta var annar leikur Íslands í undanriðli sem fram fer í Litháen. Áður höfðu íslensku stelpurnar unnið Liechtenstein og lokaleikur riðilsins verður á mánudaginn, gegn heimamönnum í Litháen.

Nánar um mótið hér á vef KSÍ.