Fara í efni
Þór

Jafnt hjá Þór og Fjölni eftir mikla spennu

Kostadin Petrov, til vinstri, og Jóhann Geir Sævarsson, voru markahæstir Þórsara í gærkvöldi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar nældu í eitt stig í gærkvöldi þegar þeir gerðu jafntefli, 24:24, gegn Fjölni á útivelli í Grill 66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins.

Leikurinn í Grafarvogi var hnífjafn allan tímann og mikil spenna í lokin. Heimamenn náðu tveggja marka forystu þegar langt var liðið á leikinn en Þórsarar svöruðu með góðum kafla og komust einu marki yfir, 24:23. Fjölnismenn gerðu síðasta markið, hvort lið átti eina sókn eftir markið en hvorugu tókst að nýta sér það.

Þór og Fjölnir eru jafnir í fjórða og fimmta sæti deildarinnar með 10 stig. Þetta var síðasti leikur í deildinni fyrir jól.

Jóhann Geir Sævarsson kom til sinna gömlu félaga á dögunum að láni frá KA út veturinn og hornamaðurinn lét mikið að sér kveða í kvöld. Mörkin skiptust þannig: Jóhann Geir 7, Kostadin Petrov 6, Josip Vekic 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Aron Hólm Kristjánsson 2, Jonn Rói Tórfinsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 1 og Viðar Ernir Reimarsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 5, Arnar Þór Fylkisson 2.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina