Fara í efni
Þór

Íslandsmeistararnir fara í Evrópukeppni

Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs, hampar Íslandsbikarnum í vor. Ljósmynd: Sara Skaptadóttir.

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handbolta kvenna taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Erlingur Kristjánsson, formaður kvennaráðs KA/Þórs, staðfesti það við Akureyri.net í dag.

Stelpurnar verða skráðar í Evrópudeildina, European League, og Íslandsmeistarar Vals í karlaflokki eiga einnig rétt á þátttöku í keppni með því nafni. Aðeins 16 lið taka þátt í keppni þeirra bestu, Meistaradeildinni, frá sterkustu handboltaþjóðum álfunnar. Það á við bæði í kvenna- og karlaflokki.