Fara í efni
Þór

Ísland gegn Svíþjóð – 100. landsleikur Rutar

Rut Jónsdóttir fagnar marki með KA/Þór. Leikurinn við Svía á fimmtudaginn verður 100. landsleikur Rutar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalandsliðið í handbolta hélt til Svíþjóðar í morgun, þar sem liðið mætir Svíþjóð í Eskilstuna á fimmtudaginn. Leikurinn er í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á næsta ári.

Tveir leikmenn KA/Þórs eru í hópnum, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir. Ásdís Guðmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir, sem voru í æfingahópnum, eru ekki með í för að þessu sinni.

Viðureignin við Svía verður tímamótaleikur hjá Rut Jónsdóttur – 100. landsleikur hennar.

Leikmennirnir 16 sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi fyrir leikinn við Svía eru þessir:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (30/0).
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1).

Aðrir leikmenn:
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (0/0).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (23/20).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (0/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (5/4).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (42/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (81/82).
Lovísa Thompson, Val (24/50).
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (31/41).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (99/209).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (3/5).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43).
Thea Imani Sturludóttir, Val (45/58).
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (29/28).

  • Leikurinn á fimmtudaginn hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma og verður sýndur á RÚV.