Fara í efni
Þór

Ísfold Marý og Jakobína fara í undankeppni EM

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir, leikmenn knattspyrnuliðs Þórs/KA, hafa verið valdar í lokahóp U19 landsliðsins fyrir undankeppni EM 2023.

„Fram undan er spennandi verkefni hjá stelpunum okkar og U19 landsliðinu, sem er að hefja keppni í undanriðli fyrir EM 2023. Ísland er í riðli með Færeyjum, Litháen og Liechtenstein, en leikið er í Litháen dagana 8.-14. nóvember,“ segir á vef Þórs/KA. „Sigurlið riðilsins fer upp í A-keppnina fyrir næsta stig undankeppninnar, sem fram fer í vor, en lokakeppnin sjálf fer fram sumarið 2023.“

Nánar hér á vef Þórs/KA.