Fara í efni
Þór

Í besta falli skammarleg vinnubrögð

Sandra María Jessen fyrirliði Þórs/KA Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fyrirliðar allra liðanna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, þar á meðal, hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu um vinnubrögð Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Þau eru sögð í besta falli vera til skammar, þar sem ítrekað hafi komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi. Fyrirliðarnir benda á að áhersla ÍTF sé á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns þrátt fyrir yfirlýsingar í þá veru að um eitt vörumerki sé að ræða.

Þá hafa fyrirliðarnir ákveðið að leikmenn muni ekki mæta til ÍTF á mánudaginn þar sem fyrirhugað var að taka upp markaðsefni fyrir komandi tímabil.

Hér er yfirlýsingin í heild:

„Í aðdrag­anda Bestu deild­ar kvenna hef­ur und­ir­bún­ing­ur og vinnu­brögð ÍTF verið í besta falli skamm­ar­leg. Ítrekað hafa komið upp at­vik sem gera lítið úr kvennaknatt­spyrnu á Íslandi, og sem op­in­bera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deild­irn­ar tvær til jafns - þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða.

„Við hörm­um það mjög að þetta sé staðan þegar svo stutt er í mót, og að enn eitt árið halli á kvennaknatt­spyrn­una á Íslandi. Við von­um að ÍTF sjái að sér og fari að sinna báðum deild­um, eins og þeirra hlut­verk sann­ar­lega er.

Af þess­um sök­um höf­um við tekið þá ákvörðun að leik­menn munu ekki mæta á mánu­dag­inn til ÍTF þar sem áætlað var að taka upp markaðsefni fyr­ir kom­andi tíma­bil.

Við hvetj­um alla til þess að mæta á leik Vals og Stjörn­unn­ar á mánu­dag­inn kem­ur og sýna þannig kvennaknatt­spyrn­unni stuðning.

Fyr­ir hönd fé­laga í Bestu deild kvenna, fyr­irliðar fé­laga í Bestu deild kvenna

Júlí­ana Sveins­dótt­ir, ÍBV
Kristrún Ýr Hólm, Kefla­vík
Álf­hild­ur Rósa Kjart­ans­dótt­ir, Þrótt­ur
Anna María Bald­urs­dótt­ir, Stjarn­an
Ásta Eir Árna­dótt­ir, Breiðablik
Bryn­dís Rut Har­alds­dótt­ir, Tinda­stóll
Sandra María Jessen, Þór/​KA
Elísa Viðars­dótt­ir, Val­ur
Unn­ur Dóra Bergs­dótt­ir, Sel­foss
Sunn­eva Hrönn Sig­ur­vins­dótt­ir, FH“