Þór
Hulda Björg gerir nýjan samning við Þór/KA
13.05.2021 kl. 16:01
Hulda Björg Hannesdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Þór/KA og framlengt þannig fyrri samning út árið 2022. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs í dag.
Þrátt fyrir að Hulda Björg séu aðeins tvítug - hún verður ekki 21 fyrr en í haust - á hún að baki 87 leiki í meistaraflokki. Hún hefur leikið allan ferilinn með Þór/KA og eru 72 af þessum leikjum í efstu deild, átta í bikarkeppni, tveir í meistarakeppni KSÍ og fimm í Meistaradeild Evrópu þar sem hún hefur jafnframt skorað eitt mark en hún hefur alls gert sex mörk fyrir liðið.
Hulda Björg á einnig að baki 28 leiki með yngri landsliðunum og 32 leiki (tvö mörk) í Lengjubikar og öðrum æfingamótum. Hún spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn fyrir rétt um fimm árum, 18. maí 2016. Hulda Björg hefur spilað í vörninni, ýmist sem miðvörður, bakvörður eða vængbakvörður. Hún hefur verið fyrirliði hjá Þór/KA í vetur og vor. Á myndinni er hún ásamt Víði Rósberg Egilssyni, gjaldkera stjórnar Þórs/KA, við undirritun samningsins. Mynd af heimasíðu Þórs.