Fara í efni
Þór

Hrafnhildur Irma handleggsbrotnaði

Hrafnhildur Irma var sárþjáð þegar hún fór af velli og ekki að undra; hún reyndist handleggsbrotin. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Hrafnhildur Irma Jónsdóttir, leikmaður handboltaliðs KA/Þórs, varð fyrir því óláni að slasast í Evrópuleiknum í kvöld. Hrafnhildur var að hlaupa til baka í vörn þegar hún datt og lenti á vinstri hendinni. Hún var greinilega sárþjáð, sjúkraflutningamenn voru fljótir á staðinn og í ljós kom að Hrafnhildur er handleggsbrotin. Hún var flutt brott í sjúkrabíl. Hrafnhildur, sem gekk til liðs við KA/Þór frá Fylki í haust, er 22 ára.