Fara í efni
Þór

Horfið á samtal Arons Einars og Sigmundar

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Aron Einar Gunnarsson. Skjáskot úr þættinum.

Nýjasti þáttur Mannamáls var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi en þar ræða saman Akureryringarnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þáttarstjórnandi, og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Sigmundur kynnti íþróttakappann til leiks í gamansömum tón: „Þórsaraskratti raunar, segjum við KA-menn á Akureyri, en þar er hann einmitt fæddur fyrir all mörgum árum ...“

Aron segir frá æskuárunum á Akureyri, íþróttaferlinum, m.a. ævintýrunum með landsliðinu, lífinu í Katar þar sem hann leikur nú með Al-Arabi, og viðskiptum sem þau hjónin, hann og Kristbjörg Jónasdóttir, stunda nú. Þá lýsir hann því yfir í þættinum, eins og Akureyri.net greindi frá í vikunni, að hann ætli að spila eitt sumar með knattspyrnuliði Þórs áður en skórnir fara á hilluna.

Smellið hér til að horfa á þáttinn.