Þór
Hópferð suður á bikarúrslitin
10.03.2022 kl. 10:19
KA-menn fagna í gærkvöldi. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.
KA leikur til úrslita í Coca-Cola bikarkeppni karla í handbolta kl. 16.00 á laugardaginn og stefnt er á hópferð á leikinn. Í kvöld leikur KA/Þór í undanúrslitum bikarkeppninnar við Fram og sigri Stelpurnar okkar verður vitaskuld lagt nógu snemma í hann að norðan til að sjá úrslitaleik kvenna líka, en hann hefst klukkan 13.30 á laugardaginn.
„Við munum að sjálfsögðu stilla verði í hóf en áður en við getum lofað ferðinni þurfum við að sjá að nægur áhugi sé fyrir ferðinni. Hafir þú áhuga á að nýta þér hópferð á úrslitaleik KA og vonandi KA/Þórs þá skaltu senda póst á siguroli@ka.is sem allra fyrst!“ segir á vef KA í morgun.