Þór
Hoberg nefbrotin og leikur ekki næstu vikur
17.02.2023 kl. 10:50
Danska skyttan Ida Hoberg í seinni hálfleiknum gegn Haukum - með plástur á nefinu! Hún kom til KA/Þórs í upphafi árs og hefur staðið sig grríðarlega vel. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Danska handknattleikskonan Ida Margrethe Hoberg tekur ekki þátt í tveimur næstu leikjum KA/Þórsliðsins í Olísdeild kvenna. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greinir frá þessu í morgun. Hoberg fékk þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik í viðureign KA/Þórs og Hauka í KA-heimilinu í fyrrakvöld. Hún lét það ekki aftra sér í að mæta aftur til leiks í síðari hálfleik.
Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs staðfesti ástandið á Hoberg við handbolta.is og vonast til þess að hún missi ekki af nema tveimur leikjum.
KA/Þór sækir Stjörnuna heim á morgun og fær Selfoss í heimsókn annan laugardag áður en hlé verður gert á keppni í Olísdeildinni vegna æfinga- og leikjaviku landsliðsins upp úr næstu mánaðamótum.
Nánar hér á handbolti.is