Þór
Hilda Jana og Hlynur á súpufundi Þórs
Oddvitar Samfylkingarinnar og Miðflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Hilda Jana Gísladóttir og Hlynur Jóhannsson, verða gestir á 33. súpufundi Þórs og veitingahússins Greifans sem fram fer í Hamri, félagsheimili Þórs, á morgun fimmtudag á milli klukkan 12.00 og 13.00.
Yfirskrift fundarins er Akureyri íþróttabær? Staðan í dag og framtíðin.
Fundarstjóri verður sem fyrr Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á Akureyri. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Súpa dagsins, brauð og kaffi kosta 1000 krónur.