Fara í efni
Þór

Fagnaði 15 ára afmæli fyrirfram með 2 mörkum

Þór/KA2 og Völsungur gerðu jafntefli, 2:2, í kvennaflokki á Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu sem fram fór um helgina. Leikið var í Boganum. 

Krista Eik Harðardóttir og Hildur Anna Brynjarsdóttir skoruðu fyrir Völsung með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn en Sonja Björg Sigurðardóttir jafnaði fyrir Akureyrarliðið með tveimur mörkum, á 54. og 57. mínútu. Það vekur sannarlega athygli vegna þess að Sonja Björg er ekki nema 14 ára – verður reyndar 15 ára á morgun! Mörkin tvö voru því glæsileg afmælisgjöf fyrirfram til hennar sjálfrar.

Þór/KA2 er blanda af ungmennaliði Þórs/KA og Hömrunum og nokkrar stelpur í liðinu verða gjaldgengar með 3. flokki í sumar.

Einn leikur var í B-deild í karlaflokki í gær. Samherjar unnu lið KA3, sem er að mestu skipað unglingspiltum, 2:0.

Næstu leikir

Þriðjudag KA - KF í A-riðli klukkan 19.20

Miðvikuddag Völsungur - Þór í B-riðli klukkan 18.00

Föstudag Þór2 - KA í A-riðli klukkan 18.00