Fara í efni
Þór

Heiða suður í nám og semur við Stjörnuna

Heiða Ragney með boltann í leik gegn Fylki í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður knattspyrnuliðs Þórs/KA, samdi í dag til þriggja ára við Stjörnuna í Garðabæ. Hún sagðist, í samtali við Akureyri.net, vera á leið suður í mastersnám og hafa ákveðið að fara ekki þá leið að æfa þar og keyra norður í heimaleikina.

Heiða er 25 ára, lék með Þór í yngri flokkunum en kom fyrst við sögu meistaraflokks Þórs/KA 16 ára, sumarið 2011. Hún á að baki 77 leiki í efstu deild Íslandsmótsins, 12 í bikarkeppninni og 18 í deildarbikarkeppninni, svo það helsta sé talið. Heiða var í námi í Bandaríkjunum í nokkur ár, þar sem hún lék knattspyrnu, og missti þar af leiðindi hluta leiktíðarinnar hér heima. Leikir hennar með Þór/KA hefðu ella verið orðnir mun fleiri. Heiða var einn lykilmanna liðsins í sumar, þegar Þór/KA endaði í sjöunda sæti Pepsi Max deildarinnar.