Þór
Handboltalið Þórs komið í sumarfrí
17.04.2023 kl. 20:15
Aron Hólm Kristjánsson var markahæstur Þórsara í kvöld, í síðasta leik keppnistímabilsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Karlalið Þórs í handbolta er komið í sumarfrí eftir tap fyrir Fjölni í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Gestirnir unnu 26:21 og leika til úrslita um sigur í deildinni, að öllum líkindum við Víking, og í leiðinni um laust sæti í efstu deild Íslandsmótsins, Olísdeildinni, næsta vetur.
Fjölnismenn voru komnir með þægilega forystu í hálfleik, 13:7, en Þórsarar söxuðu á forskotið. Munurinn varð þó aldrei minni en fjögur mörk, 20:16.
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 8, Andri Snær Jóhannsson 4, Jonn Rói Tórfinnsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Arnþór Þorri Þorsteinsson 2, Sævar Þór Stefánsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 9, Arnar Þór Fylkisson 6.